Fjölmenni fyrstu sýningarvikuna

Fjölmenni fyrstu sýningarvikuna

 

Fjöld manna kom fram á Húsabakka til að líta Sýninguna FRIÐLAND FUGLANNA  augum fyrstu sýningarvikuna. Ákveðið var að hafa frítt inn fyrstu vikuna enda ekki allir textar komnir á sinn stað. Sýningargestir eru almennt hrifnir og ánægðir með þessa nýstárlegu framsetningu náttúrugripa og afar smekklega sýningarhönnun  Guðbjargar Gissurardóttur og Jóns Árnasonar. Ekki spillir heldur fyrir lifandi leiðsögn Haraldar Þrastarsonar sem situr yfir sýningunni í sumar óþreytandi að leiða gesti í gegn um sýningarsali og segja frá því sem fyrir augu ber.

Sýningin er opin frá kl 12-18 alla daga í sumar og í vetur eftir samkomulagi.

Aðgangseyrir er kr. 800 fyrir fullorðna og kr. 400 fyrir börn.