Fjárhagsáætlunargerð 2018

Fjárhagsáætlunargerð 2018

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2018- 2021 . Því er auglýst eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Dalvíkurbyggð um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar.

Þeir aðilar sem vilja koma með erindi, umsóknir, tillögur og/eða ábendingar er varða næsta starfs- og fjárhagsár Dalvíkurbyggðar er bent á að skila þeim skriflega í þjónustuver Skrifstofa Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi Dalvíkur eða senda í tölvupósti til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í síðasta lagi föstudaginn 1. september 2017.

Vakin er athygli á að á heimasíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvikurbyggd.is, er að finna reglur Dalvíkurbyggðar er gilda almennt um styrkveitingar. Þar kemur fram meðal annars hvaða gögn og upplýsingar þurfa að fylgja með ef um er ræða erindi og/eða umsóknir um styrki.

Í samræmi við Lýðræðisstefnu Dalvíkurbyggðar eru íbúar sveitarfélagsins hvattir til að senda inn erindi og hafa þannig möguleg áhrif á forgangsröðun og áherslur í starfs- og fjárhagsáætlunarvinnunni. 


F.h. Dalvíkurbyggðar,
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir
sviðstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs
Netfang: gp@dalvikurbyggd.is