Fjárhagsáætlunargerð 2014

 
Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2014-2017. Því er auglýst eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Dalvíkurbyggð um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar.

Þeir aðilar sem vilja koma með erindi, umsóknir, tillögur og/eða ábendingar er varða næsta starfs- og fjárhagsár Dalvíkurbyggðar er bent á að skila þeim skriflega í þjónustuver Skrifstofa Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi Dalvíkur eða senda í tölvupósti til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í síðasta lagi mánudaginn 2. september 2013.

Vakin er athygli á að á heimasíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvikurbyggd.is , er að finna reglur Dalvíkurbyggðar er gilda almennt um styrkveitingar. Þar kemur fram meðal annars hvaða gögn og upplýsingar þurfa að fylgja með ef um er ræða erindi og/eða umsóknir um styrki, sjá nánar http://www.dalvikurbyggd.is/Stjornsysla/Fjarmala--og-stjornsyslusvid/Reglugerdir-og-samthykktir/Fjarmala-og-stjornsyslusvid/ .

F.h. Dalvíkurbyggðar,
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir
sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs
Netfang: gp@dalvikurbyggd.is