Fjárhagsáætlun ársins 2007 til fyrri umræðu

Í frumvarpi að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2007, sem var til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær, er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða fyrir árið 2007 verði jákvæð um tæplega 33 milljónir króna. Í heild hækka tekjur um 49 milljónir eða 5% en útgjöld um 15 milljónir eða 1,6% miðað við endurskoðaða áætlun 2006. Útkoman sýnir trausta stöðu bæjarsjóðs.

Fjárfestingar eignasjóðs eru uppá um 70 milljónir. Þar ber hæst endurhönnun og viðbyggingu við Krílakots. Ekki er þörf á lántöku vegna framkæmda eignasjóðs.

Gert er ráð fyrir miklum framkvæmdum á vegum veitna eða fyrir um 180 milljónir á vegum hitaveitu og um 27 milljónir á vegum vatnsveitu. Framkvæmdir hitaveitu miða að því að auka rekstraröryggi veitunnar með samtengingu virkjanasvæða á Hamri og Brimnesborgum. Þá er fyrirhugað að fara með hitaveitu í Svarfaðardal svo langt sem hiti vatnsins leyfir. Aðgerðir vatnsveitu miða einkum að því að auka brunavarnir í dreifbýli auk þess að bjóða uppá neysluvatn frá veitunni.

Alls er um að ræða fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum uppá ríflega 281 milljón króna á árinu 2007.

Frekari upplýsingar má nálgast í ræðu bæjarstjóra