Fiskarnir í sjónum

Fiskarnir í sjónum

Í dag opnaði í Ráðhúsinu á Dalvík sýningin Fiskarnir í sjónum. Sýningin er afrakstur af samstarfi 1. bekkjar Dalvíkurskóla og elsta bekkjar leikskólans Krílakots en þau hafa að undanförnu fjallað um umhverfið sitt í sameiginlegu verkefni og tóku þar sérstaklega fyrir fiskana. 

Sýningin verður uppi í Ráðhúsinu fram að mánaðarmótum nóvember/desember og eru foreldrar, sem og aðrir íbúar, hvattir til að kíkja á þessa skemmtilegu sýningu. 

Fiskarnir í sjónum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fiskarnir í sjónum

Fiskarnir í sjónum