Ferðaskrifstofufólk í heimsókn

Ferðaskrifstofufólk í heimsókn

Þann 22. febrúar heimsótti Friðland fuglanna 30 manna hópur ferðaskrifstofufólks úr Reykjavík á vegum Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi. Gerðu gestirnir góðan róm að sýningunni en síðan héldu þeir í Berg þar sem ferðaþjónustufólki á svæðinu gafst tækifæri til að hitta hópinn og kynna starfsemi sína.