Ferð í skógarreitinn 7. desember

Ferð í skógarreitinn 7. desember

Við áttum góða stund í skógarreitnum okkar í dag í yndislegu veðri, þrátt fyrir töluvert frost. Þó nokkrir foreldrar löbbuðu með okkur upp eftir en aðrir kíktu á okkur upp frá. Við lögðum af stað í myrkri en vorum svo heppin að hafa með okkur vasaljós til að vísa okkur veginn því í dag var einnig vasaljósadagur. Við höfðum með okkur heitt kakó og piparkökur og það var nú gott að ylja sér við það í kuldanum. Nokkrir galvaskir jólasveinar sem voru á leið til byggða runnu á piparkökuilminn og skemmtu sér með okkur í smá stund og var það bæði óvænt og skemmtilegt  Á myndasíðunni okkar má finna myndir úr ferðinni en það var Hörður, pabbi Lilju Rósar, sem tók flestar myndirnar í dag og þökkum við honum kærlega fyrir það.