Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar óskar eftir fólki til starfa við liðveislu fatlaðra

Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar óskar eftir fólki til starfa við liðveislu fatlaðra

Hvað er liðveisla?

Liðveisla er persónulegur stuðningur við einstakling sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun og veita viðkomandi félagslegan stuðning á ýmsum sviðum. Liðveisla stuðlar meðal annars að því að hver og einn getið notið félags- og menningarlífs á eigin forsendum.

  • Starf liðveitanda felst í að aðstoða einstaklinga í ýmsum daglegum athöfnum, persónulegri ráðgjöf, persónulegu hreinlæti, ræstingum heima hjá viðkomandi og aðstoð sem miðar einkum að því að rjúfa félagslega einangrun.
  • Liðveisla felst því í að fara veita viðkomandi félagsskap með einum eða öðrum hætti innan sem utan heimilisins. Hægt væri til að mynda að fara með viðkomandi í bíó, leikhús, kaffihús, bókasafn, eiga notalegt spjall, bíltúr sem notandi greiðir fyrir sjálfur, gönguferð, rækt, sund og fleira.


Hæfniskröfur:

  • Hlýlegt viðmót, jákvæðni og umhyggja
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og geta til að vinna sjálfstætt
  • Að sýna ábyrgð og vera ábyrgðarfullur
  • Að vera hugmyndaríkur og sveigjanlegur

 

Umsóknarfrestur er til 1.nóvember 2017. Greitt er samkvæmt kjarasamningum stéttarfélagsins Kjalar.

Frekari upplýsingar veitir Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi í síma 460-4900 eða í netfangið tota@dalvikurbyggd.is .  Umsókn og ferilskrá skal senda inn á Mín Dalvíkurbyggd (inná heimasíðu www.dalvikurbyggd.is ) eða skila í þjónustuver bæjarskrifstofunnar. Við ráðningu er jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum. Vakin er athygli á að þörf er á fleiri körlum til starfa á verksviðinu. 

Dalvíkurbyggð er sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð, um 40 km. norðan við Akureyri.  Í Dalvíkurbyggð búa nú rúm 1800 manns og þrátt fyrir að sveitarfélagið sé ekki stórt er þar veitt metnaðarfull þjónusta við íbúa.  Að búa í Dalvíkurbyggð er kjörið fyrir fólk á öllum aldri, barnafjölskyldur, útivistarfólk og þá sem vilja njóta nálægðar við náttúruna.  Það er ómetanlegt að geta stigið út úr erli hvunndagsins og dregið að sér kraft sjárvarins, fjallanna og endurnæra þannig sálina.  Þetta er spurning um lífsstíl!