Félagsmiðstöðvar alls staðar af landinu fjölmenna í Böggvisstaðafjall

Síðastliðna helgi voru 50 ungmenni af Seltjarnarnesi stödd í Dalvíkurbyggð við skíðaiðkun og hópur krakkar frá Akureyri og eru hér nú eru um 60 krakkar úr 10. bekk í Austurbæjarskóla sem kemur hér árlega og gistir í Brekkuseli. Í mars eru fjórar félagsmiðstöðvar af höfuðborgarsvæðinu búnar að óska dvalar hér til að fara á skíði, þar gætu verið í allt um það bil 300 krakkar en koma þeirra veltur á veðurfari og aðstæðum í Böggvisstaðafjalli. Mikill áhugi er á því að koma til Dalvíkurbyggðar meðal félagsmiðstöðva og skóla almennt til að stunda skíði og bretti í Böggvisstaðafjalli.

Um helgina verður Dalvíkurmót á skíðum þar sem keppt verður í öllum aldursflokkum í svigi og stórsvigi. Skíðafélag Dalvíkur heldur utan um mótið.