Félagsheimilið Árskógi fær rausnarlega gjöf

Félagsheimilið Árskógi fær rausnarlega gjöf

Félagsheimilinu Árskógi var á dögunum færð raunsnarleg gjöf þegar meðlimir frá Lions klúbbnum Hræreki og kvenfélaginu Hvöt komu og afhentu hjartastuðtæki.

Hjartastuðtækið verður staðsett í félagsheimilinu og er tilgangur þess hægt sé að bregðast við strax ef einstaklingur fær hjartastopp, á meðan beðið er eftir aðstoð frá viðbragðsaðilum. Mun það auka öryggi bæði fyrir starfsfólk og nemendur skólans ásamt því fólki sem mun sækja hina ýmsu viðburði í Árskógi.

Kærar þakkir fyrir okkur!