Fasteignamat hækkar í Dalvíkurbyggð

Þjóðskrá Íslands tilkynnir fasteignaeigendum í júní ár hvert um nýtt fasteignamat. Það tekur gildi 31. desember 2014 og gildir fyrir árið 2015. Samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2015 hækkar fasteignamat í Dalvíkurbyggð um 6,6%. Til samanburðar má nefna að í Fjallabyggð hækkar fasteignamat um 7,4% og 6,2% á Akureyri.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni http://www.skra.is/fasteignaskra/fasteignamat-2015/