Erik Hrafn 6 ára

Erik Hrafn 6 ára

Í dag hélt hann Erik Hrafn upp á 6 ára afmælið sitt en hann á afmæli næsta þriðjudag þann 18. júní. Þá verður Erik kominn í sumarfrí og hættur í leikskóla Erik bjó sér til voða fína kattakórónu og fór út og flaggaði í tilefni þessa merka áfanga börnin sungu síðan afmælissönginn fyrir hann meðan hann bauð þeim upp á ávexti í ávaxtastund. Í dag var farið í sameiginlega skrúðgöngu með krílakoti í tilefni af 17. júní og var þetta því mjög góður dagur til að halda upp á afmælið sitt og ljúka leikskólagöngu sinni, ekki skemmdi það svo daginn að hafa pizzu í hádegismat Við óskum elsku Erik Hrafni og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn og þökkum honum fyrir skemmtilega samveru í Kátakoti