Er uppbygging menningarmála á réttri leið? Menningarstefna Dalvíkurbyggðar í Bergi

Menningarráð Dalvíkurbyggðar og skrifstofa fræðslu- og menningarsviðs boða til málþings og samræðu um menningarmál miðvikudaginn 27. febrúar klukkan 16:15 til 18:45 í Bergi menningarhúsi. Framundan er endurskoðun á menningarstefnu sveitarfélagsins og verður afrakstur þessa fundar nýttur í þá vinnu.

Dagskrá:
1. Setning (Freyr Antonsson formaður menningarráðs, 16:15)
2. Menning, skapandi atvinnugreinar og menningarstefna í hagrænu ljósi (Dr. Ágúst Einarsson, 16:25)
3. Sjálfsmynd samfélags (Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, 16:55)
4. Veitingar (17:05)
5. Hringborðsumræður (17:15)
6. Samantekt (18:15)


Kveikjur að umræðum:
• Er Berg menningarhús að stefna í rétta átt?
• Er kórastarf að líða undir lok eða er það rétt að byrja? Eru áherslur í tónlistarlífi réttar?
• Viljum við hafa Byggðasafn, Náttúrusetur eða önnur setur?
• Hvað á að gera við Ungó og Sigtún í framtíðinni?
Stefnt er að ákvörðun um frekari nýtingu á Ungó og Sigtúni fljótlega. Þeir sem hafa hugmyndir eða áhuga á nýtingu þeirra eru beðnir að senda þær á hildur@dalvikurbyggd.is  eða koma þeim á framfæri á fundinum.


Vegna undirbúnings, s.s. veitinga eru þátttakendur beðnir að skrá sig í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar 460-4900 eða á margret@dalvikurbyggd.is  fyrir 26. febrúar.

Stofnaður hefur verið viðburður á facebook þar sem skemmtilegir punktar hafa verið settir fram. Áhugasamir geta skoðað þá hérna http://www.facebook.com/#!/events/548493518523628/550211675018479/?notif_t=plan_mall_activity 

Menningarráð Dalvíkurbyggðar Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs

Núgildandi menningarstefna