Jólaskreytingarsamkeppni 2020 - úrslit

Jólaskreytingarsamkeppni 2020 - úrslit

Úrslit í jólaskreytingarsamkeppni Dalvíkurbyggðar, DB-blaðsins og fyrirtækja í Dalvíkurbyggð birtust í jólablaði DB-blaðsins sem kom út í dag, 17. desember. Eftirfarandi texti er að mestu sá sami og birtist í blaðinu.

Jólaskreytingarkeppni Dalvíkurbyggðar var endurvakin í ár eftir níu ára hlé. Hún er haldin í samstarfi DB blaðsins, Dalvíkurbyggðar og fyrirtækja í Dalvíkurbyggð.
Í dómnefnd sátu Guðrún Inga Hannesdóttir, fyrir hönd DB blaðsins, Íris Hauksdóttir, fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og Júlíus Júlíusson fyrir hönd íbúa.

Dómnefndin hvetur alla íbúa að taka sér bíltúr um allt sveitarfélagið því allstaðar er eitthvað fallegt að sjá.
Það fer ekki framhjá neinum að aldrei hefur jafn mikið verið skreytt í byggðarlaginu og dómgæslan eflaust aldrei verið flóknari. Lagt var af stað kl. 08:00 tvo morgna í liðinni viku og keyrt um allt sveitarfélagið. Ómetanlegt var að hafa Júlla með í för þar sem hann er reyndur á þessu sviði og kom með mælieiningakerfi sem auðvelt var að fylla inn í.

A– hús sem eru með x-factorinn, eitthvað alveg sérstakt, mikil vinna lögð í verkið og ekkert skilið eftir óskreytt.
B– falleg og stílhrein hús þar sem vandað er til verks og falleg á að líta.
C– eitthvað fallegt gert en vantar upp á.
D– ein sería í glugga eða minna.

Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta til þriðja sæti fyrir fallegustu skreyttu húsin, fallegasta gluggann, jólalegasta húsið og fallegasta tréð.

1. Dalbraut 9, Dalvík.
Eigendur: Soffía Kristín Höskuldsdóttir og Bóas Ævarsson.

 

Mat dómnefndar:
Einstaklega vel vandað til verks og mikil natni við gluggaseríur. Rútan á húsinu, virkilega flott og frumleg. Mikið og fallega skreytt í skoti við innganginn. Skemmtilegt og bjarstsýnt greni með seríu á jörðinni við húsið. Stílhreint, frumlegt og skemmtiegt í heildina.

2. Laugaból, Laugahlíð. 
Eigendur: Halldóra Kristín Hjaltadóttir og Sigurjón Kristjánsson.

Mat dómnefndar:
Húsið nýtur sín einstaklega vel í dreifbýlinu og er eins og sannkallað piparkökuhús. Það var sérstök tilfinning að keyra þar upp að. Þar eru seríur allstaðar sem hægt er að setja þær niður. Virkilega vandað til verks og mikill metnaður að baki.

3. Bárugata 6, Dalvík.
Eigendur: Freyja Snorradóttir og Árni Júlíusson.

Mat dómnefndar:
Skemmtilega öðruvísi skreytt. Seríur sem skipta litum sem fara húsinu vel og sjást hvergi annarsstaðar. Vandað vel við uppsetningu og vel stíliserað.

Fallegasti glugginn - Ásholt 4b, Hauganesi.
Eigandi: Páll Barna Szabó.

Mat dómnefndar:
Lítill og krúttlegur eldhúsgluggi á Haugnesi sem fangaði augu dómnefndar. Einstaklega jólalegur.

Fallegasta tréð - Aðalbraut 6, Árskógsandi.
Eigendur: Rúnar Þór Ingvarsson og Þórunn Andrésdóttir.

 

Mat dómnefndar:
Það sem réði úrslitum er hversu vel tréð er staðsett og hversu mikinn svip það setur á umhverfið allt í kring. Þarna er vandað til uppsetningar á ljósum, tréð einstaklega fallegt í laginu og það sést langar leiðir.

Jólalegasta húsið - Hólavegur 19.
Eigendur: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir og Kristinn Bogi Antonsson.

Mat dómnefndar:
Þetta hús fer ekki framhjá neinum sem ganga eða keyra hjá. Þarna er mikið um að vera og sérstaklega gaman fyrir börnin að sjá allar jólafígururnar sem eru allt í kring.

Vinningarnir voru ekki af verri endanum en alls voru 13 fyrirtæki úr byggðalaginu sem gáfu vinninga og vill dómnefndin koma á framfæri sérstökum þökkum til þeirra.
Fyrirtækin eru í stafrófsröð: 

Bjórböðin/Kaldi
Daley-hönnun
Dalvíkurbyggð
DB-blaðið
Doría, hár- & snyrtistofa og gjafavöruverslun
Húsasmiðjan
Kjörbúðin
Norður
Prýði & Hárverkstæðið
Samherji
Tomman
Þernan

Allir sigurvegarar fengu síðan handverk úr heimabyggð, en að þessu sinni urðu fyrir valinu handmálaðar jólakúlur frá Krillu.

Við óskum öllum sigurvegurum til lukku og hlökkum til skreytingarsamkeppninnar 2021!

- Hér fyrir neðan má síðan sjá sigurvegarana við húsin sín -


Soffía & Bóas

Krilla & Sigurjón

Freyja & Árni
 
Páll Barna Szabó

Þórunn Andrésdóttir og Polly

Kristinn Bogi & Guðrún Pálína