Uppfært! Endurskoðun Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar - Skipulagslýsing

Uppfært! Endurskoðun Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar - Skipulagslýsing

Þann 19. febrúar 2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar tillögu Umhverfisráðs um að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Fyrsti áfangi verksins felst í auglýsingu og kynningu skipulagslýsingar. Með því hefst samráð við almenning, umsagnaraðila og aðra hagsmunaaðila um gerð skipulagsins.

Skipulagslýsingin mun liggja frammi á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu á Dalvík, og á vef sveitarfélagsins. Hér má sjá skipulagslýsinguna.

Þann 13. mars sl. var tekin ákvörðun Í ljósi alls sem á sér stað í samfélaginu okkar um þessar mundir að fella niður fyrirhugaðan kynningar- og samráðsfund sem halda átti í Bergi miðvikudaginn 18. mars kl. 15:15-19:00. Hér má finna kynningargögn vegna lýsingarinnar

Óskað er eftir ábendingum, tillögum og sjónarmiðum um fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulagsins. Þær skulu vera skriflegar og sendar eigi síðar en 27. mars 2020 til:

Umhverfis- og tæknisvið Dalvíkurbyggðar
Ráðhúsi
620 Dalvík
v/aðalskipulagslýsingar

eða í tölvupósti til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs

borkur@dalvikurbyggd.is
efni: v/aðalskipulagslýsingar

Tilgreina skal nafn, kennitölu og heimilisfang í innsendum gögnum.

Börkur Þór Ottósson
sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs