Elvar Ferdinand 5 ára

Elvar Ferdinand 5 ára

Í dag er Elvar Ferdinand 5 ára. Af því tilefni bjó hann sér til myndarlega kórónu, flaggaði íslenska fánanum og svo var afmælissöngurinn sunginn fyrir hann. Hann er svo heppinn að eiga afmæli daginn sem sameiginlega afmælisveisla júlí- og ágústbarnanna er haldin og fékk því að bjóða ávaxtaspjót ásamt hinum afmælisbörnunum. Við óskum Elvari Ferdinand og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn.