Einar töframðaur í Bergi

Einar töframðaur í Bergi

Þriðjudaginn 8. október bauð Einar töframaður okkur yfir í Berg á töfrasýningu hjá sér sem tók um hálftíma. Sú sýning vakti að vanda mikla lukku og náði hann svo sannarlega bæði að plata okkur upp úr skónum með undarlegum töfrabrögðum og halda bæði athygli barna og kennaranna á sér allann tímann meðan á sýningunni stóð Þarna var svo sannarlega skemmtilegur og flottur töframaður á ferð  Myndir af sýningunni tala sýnu máli inn á myndasíðunni okkar Þökkum við Einari kærlega fyrir þetta skemmtilega boð!