Eggjabikarar óskast!

Eggjabikarar óskast!

Sýningin Friðland fuglanna opnar á Húsabakka í Svarfaðardal á morgun kl. 16. Í einu sýningaratriði þar sem íslenska hænan er sérstaklega heiðruð koma við sögu 270 egg sem góð íslensk varphæna verpir á ári hverju. Aðstandendur sýningarinnar auglýsa því  eftir 270  eggjabikurum af öllum gerðum undir ársframleiðsluna. Þeir sem eiga í fórum sínum gamla eggjabikara sem þeir vilja ánafna sýningunni eru vinsamlegast beðnir um að koma þeim í afgreiðslu Húsasmiðjunnar á Dalvík í dag og á morgun. (Ath - aðeins er óskað eftir stökum bikurum).