Dóróþea Reimarsdóttir ráðinn sérfræðingur á fræðslusviði

Dóróþea Reimarsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur á fræðslusviði. Þann 23. mars síðastliðinn rann út umsóknarfrestur vegna starfs sérfræðings í skólamálum. Alls sóttu 10 einstaklingar um starfið og var Dóróþea valin úr þeim hópi.

Dóróþea er með B.Ed próf, M.Ed próf í sérkennslufræðum, hefur lengi verið viðloðandi kennslu og á þar farsælan feril. Hún hefur m.a. reynslu af verkefnastjórn þróunarverkefna, ráðgjöf, greiningum, sérkennslu og umsjónarkennslu.

Dóraþea er boðin hjartanlega velkomin.