Dalvískir foreldrar standa sig best

Dalvískir foreldrar standa sig best

Aldrei hafa verið fleiri börn í bílum sem nota viðeigandi öryggisbúnað, en notkun viðeigandi búnaðar jóx nokkuð milli ára, samkvæmt könnun sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Umferðastofa og Árverkni framkvæmdu í lok apríl. Könnunin var gerð um allt land og tóku þátt í henni 2.810 börn við 85 leikskóla sem voru í 37 sveitarfélögum. Í ljós kom að Dalvíkingar stóðu sig best allra en á Dalvík voru öll börn í bílstól eða á bílpúða. Greinilegt er að notkun öryggisbúnaðar hefur aukist mikið á undanförnum árum.