Dalvíkurskóli sigraði í Norðurlandsriðli Skólahreysti

Lið Dalvíkurskóla, skipað þeim Önnu Kristínu, Stefaníu, Jóni Bjarna og Hilmari, sigraði í Norðurlandsriðli Skólahreysti í gær, en keppnin var haldin á Akureyri. Með sigrinum öðlast liðið þátttökurétt á lokakeppninni sem haldin verður í Reykjavík 29. apríl. Liðið stóð sig frábærlega vel. Anna Kristín sigraði í hreystigreip og lenti í 5. sæti í armbeygjum. Hilmar lenti í öðru sæti í dýfum og þriðja sæti í upphýfingum og Jón Bjarni og Stefanía lentu í 3.-4. sæti í hraðabrautinni. Krakkarnir hafa æft sig undanfarið undir leiðsögn Ásu Fannar, íþróttakennar, og nú tekur við frekari undirbúningur fyrir úrslitakeppnina. Við óskum krökkunum og Ásu Fönn til hamingju með árangurinn.