Dalvíkurbyggð tekur þátt í Útsvarinu

Á morgun, föstudaginn 27. nóvember, tekur Dalvíkurbyggð þátt í Útsvarinu, spurningakeppni sveitarfélaganna sem Ríkisútvarpið stendur fyrir. Um nágrannaslag er að ræða en að þessu sinni keppir Dalvíkurbyggð við Akureyri.

Útsvarsliðið í ár skipa þau Ylfa Mist Helgadóttir, Jón Björn Ríkharðsson og Árni Helgason.

Við óskum þeim góðs gengis á morgun og fylgjumst spennt með.