Dalvíkurbyggð og UMSE skrifa undir samstarfssamning

Dalvíkurbyggð og UMSE skrifa undir samstarfssamning

Þriðjudaginn 3. nóvember var undirritaður samstarfssamningur milli Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) og Dalvíkurbyggðar, en það voru Bjarnveig Ingvadóttir, formaður UMSE, og Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, sem undirrituðu samning. Samningurinn felur m.a. í sér viljayfirlýsingu um frekara samstarf og samráð.

Stjórn UMSE hefur að undanförnu unnið að því að gera samstarfssamninga við sveitarfélögin á starfssvæðinu. Sú vinna er ein af þeim markmiðum í stefnu UMSE sem samþykkt var á síðasta árþingi sambandsins. Hún miðar m.a. í áttina að því að UMSE hljóti gæðavottun ÍSÍ, Fyrirmyndar íþróttahérað.

Dalvíkurbyggð var fyrsta sveitarfélagið sem undirritar samstarfssamning við UMSE. UMSE vinnur að því að ljúka samningum við önnur sveitarfélög á starfssvæðinu, en þau eru Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur og er stefnt að því að þeirri vinnu ljúki fyrir lok þessa árs.