Dalvíkurbyggð keppir í Útsvarinu föstudaginn 10. nóvember

Dalvíkurbyggð keppir í Útsvarinu föstudaginn 10. nóvember

Á morgun, föstudaginn 10. nóvember, keppir Dalvíkurbyggð í Útsvarinu, spurningakeppni RÚV. Mótherjar Dalvíkurbyggðar verða að þessu sinni Skeiða- og Gnúpverjahreppur. 

Í Útsvarsliði Dalvíkurbyggðar eru Margrét Laxdal, Snorri Eldjárn Hauksson og Kristján Sigurðsson og óskum við þeim góðs gengis á morgun.