Dalvíkurbyggð keppir í Útsvarinu á föstudaginn

Nú er komið að því að Dalvíkurbyggð keppi í 8 liða úrslitum Útsvarsins, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV. Í síðustu umferð lagði Dalvíkurbyggð andstæðinga sína í Fjallabyggð að velli í æsispennandi nágrannaslag. Andstæðingar Dalvíkurbyggðar að þessu sinni er lið Reykjavíkur. Keppt verður  föstudaginn 19. febrúar kl. 20:00 í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.

Útsvarsliðið verður óbreytt en það skipa Klemenz Bjarki Gunnarsson, Elín Unnarsdóttir og Magni Óskarsson.

Við óskum þeim góðs gengis.