Dalvíkurbyggð keppir í Útsvari á föstudaginn

Nú er komið að næstu viðureign Dalvíkurbyggðar í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, en Dalvíkurbyggð mætir Garðabæ á næstkomandi föstudag. Liðið er sem fyrr skipað þeim Klemenzi Bjarka Gunnarssyni, Magna Óskarssyni og Elínu Björk Unnarsdóttur. Þau stóðu sig frábærlega í fyrstu umferðinni og fengu ríflega 90 stig.

Dalvíkurbyggð og Garðabær hafa mæst áður í Útsvarinu og þá tapaði Dalvíkurbyggð naumlega. Þau hafa því harma að hefna í þessari næstu viðureign sem fer fram eins og áður sagði, föstudaginn 28. janúar.

Við óskum okkar fólki góðs gengis og segjum Áfram Dalvíkurbyggð!!!