Dalvíkurbyggð auglýsir laust starf yfirhafnavarðar

Hafnastjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir yfirhafnaverði. Um er að ræða 100% starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um mánaðamótin ágúst/september. Umsóknarfrestur er 3. júlí.

Helstu verkefni yfirhafnavarðar eru:
• Daglegt eftirlit og stjórnun á hafnasvæðum
• Daglegt eftirlit með skipum, móttaka þeirra, skráning og afgreiðsla
• Umsjón með hafnamannvirkjum, hafnavog og vigtun afla
• Stefnumótun og áætlanagerð
• Gæða- og þjónustustjórnun
• Markaðssetning á höfnum í samráði við stjórn
• Útskrift reikninga og skráning upplýsinga til gjaldtöku af skipum og vörum
• Eftirlit og útleiga hafnaverbúða
• Samskipti við Fiskistofu og aðra hagsmunaaðila

Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af sambærilegum verkefnum
• Reynsla af stjórnun og mannaforráðum er æskileg
• Löggilding vigtarmanns er æskileg
• Góð tölvukunnátta
• Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og ákveðni
• Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag og samkvæmt starfsmannastefnu Dalvíkurbyggðar.
Í samræmi við mannréttindastefnu Dalvíkurbyggðar eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um starfið.

Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar á og rekur þrjár hafnir í Dalvíkurbyggð; á Dalvík, Árskógssandi og á Hauganesi.

Allar nánari upplýsingar má sjá í þessari auglýsingu.