Dalvíkurbyggð auglýsir laus til umsóknar veiðileyfi í Svarfaðardalsá

Dalvíkurbyggð auglýsir laus til umsóknar veiðileyfi í Svarfaðardalsá

Stangveiðifélag Akureyrar hefur úthlutað veiðileyfum til Dalvíkurbyggðar í Svarfaðardalsá, svæði 1. Um er að ræða 19 stangir á tímabilinu frá 9. júlí 2019 til og með 8. september 2019.

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að auglýsa leyfin til umsóknar fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar 67 ára og eldri og fyrir ungmenni 18 ára og yngri.

Dregið verður úr umsóknum fyrir hvern veiðidag. Athugið að í umsókninni er hægt að velja fleiri en einn veiðidag. Hver og einn umsækjandi fær þó aðeins úthlutað einum degi. Ef fleiri en einn umsækjandi er um einstaka veiðidaga áskilur Dalvíkurbyggð sér rétt til þess að úthluta hálfum veiðidögum.

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní næstkomandi.

Umsóknareyðublað

Allar nánari upplýsingar um svæðið má finna á heimasíðu Stangveiðifélags Akureyrar www.svak.is