Dælun hafin að nýju á Brimnesborgum

Nýrri dælu var komið fyrir og tekin í notkun í nýrri borholu á Brimnesborgum í gærkvöldi og hófst dælun aftur klukkan 19:45. Heitt vatn var komið í samt horf um klukkan 21:30 í gærkvöldi. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið.