Framlenging - Auglýsing um skipulagsmál

Framlenging - Auglýsing um skipulagsmál

Vegna þeirra náttúruhamfara sem geysað hafa í Dalvíkurbyggð og víðar og valdið rafmagnsleysi og fleiri óþægindum, hefur undirritaður fyrir hönd skipulagsyfirvalda í Dalvíkurbyggð ákveðið að framlengja auglýsingatíma aðal- og deiliskipulagstillagna vegna Hóla- og Túnahverfis um eina viku.

Auglýsingatími skipulagstillagnanna verður til 31. janúar 2020 eftir framlengingu, í stað 23. janúar 2020.

Sjá hér - frétt frá 11. desember.

Einnig má finna auglýsinguna undir flýtihnappnum skipulagsmál á forsíðu heimasíðunnar.

Með kveðju

Börkur Þór Ottósson
Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs.