Birkiflöt í Skíðadal - Breyting á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi

Birkiflöt í Skíðadal - Breyting á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi

Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna Birkiflatar

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 24. nóvember 2020 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Breytingin felst í að svæði 629-F fyrir frístundabyggðina á Birkiflöt stækkar til suðurs um 90 m og heimilað að byggja þar 8 frístundahús.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum geta snúið sér til skipulags- og byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar.

Deiliskipulag Birkiflatar

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 24. nóvember 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Birkiflatar í Skíðadal í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagið nær til hluta lands Birkiflatar í Skíðadal í Dalvíkurbyggð og nær yfir um 6,8 ha svæði. Aðkoma að svæðinu er frá vegi nr. 807 og liggur svæðið að veginum að austan og Þverá að norðan. Fyrirhugað er að stofna þrjár nýjar lóðir til viðbótar við þær fimm sem fyrir eru og skilgreina byggingarheimildir á hverri þeirra fyrir frístundahús.

Hægt er að skoða tillöguna á heimasíðu sveitarfélagsins www.dalvikurbyggd.is, á Facebook síðu sveitarfélagsins eða í Ráðhúsi Dalvíkur.

Greinargerð breytingartillögu
Mynd 1
Mynd 2

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 13. janúar 2021 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða á netfangið borkur@dalvikurbyggd.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Dalvíkurbyggðar