Útboð - Innanhúsbreytingar í Víkurröst á Dalvík

Útboð - Innanhúsbreytingar í Víkurröst á Dalvík

Dalvíkurbyggð óskar eftir tilboðum í verkið „Víkurröst Dalvík Dalvíkurbyggð Innanhúsbreytingar“.

Verkið fellst í niðurrifi eldri veggja að hluta en setja þarf upp nýja gipsveggi, innihurðir, fellivegg, kerfisloft ásamt málun og viðgerðum á gólfdúk.

Verkinu skal vera lokið 10. ágúst 2017.

Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofum Dalvíkurbyggðar, við Goðabraut, 620 Dalvík frá og með fimmtudeginum 18. maí 2017. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 1. júní 2017 klukkan 13.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.