Tímabundin niðurfelling gatnagerðagjalda vegna nýbygginga í þéttbýli

Tímabundin niðurfelling gatnagerðagjalda vegna nýbygginga í þéttbýli

Á fundi sínum þann 3. febrúar síðastliðinn samþykkt umhverfisráð að fella tímabundið niður gatnagerðargjöld vegna nýbygginga en heimild er til þess í Samþykkt um gatnagerðagjöld í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar. Sveitarstjórn staðfesti þessa ákvörðun umhverfisráðs á fundi sínum þann 21. febrúar síðastliðinn og tekur ákvörðunin því gildi frá þeirri dagsetningu og út árið 2020.

Þessi niðurfelling gatnagerðagjalda gildir fyrir byggingar fyrirtækja og einstaklinga á lóðum við þegar tilbúnar götur. Einnig miðast niðurfellingin við að framkvæmdir hefjist á tímabilinu 21. febrúar 2017 til 31. desember 2020.

Lausar lóðir

Allar nánari upplýsingar veitir Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, í síma 460 4900 og á netfanginu borkur@dalvikurbyggd.is