Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar býður upp á fjölbreytta hreyfingu

Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar býður upp á fjölbreytta hreyfingu

Nú þegar nýtt ár er hafið, er kjörið tækifæri til að huga að líkama og sál með reglulegri viðkomu í Íþróttamiðstöðina. Þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Boðið er upp á fjölda opinna tíma í hverri viku. Tímatöfluna má finna með því að smella hér.  

Fögnum nýju ári með reglulegum heimsóknum í heilsuræktina.

Nánari skýring á fyrirkomulagi  á  líkamsræktartímum:

Öll námskeið eru fyrir kortahafa líkamsræktar Íþróttamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar og eru þeim að kostnaðarlausu.  Einnig er hægt að kaupa staka tíma, en það er þá á sama gjaldi og stakt gjald í ræktina.  Einnig er hægt að kaupa klippikort í ræktina  og nota í þessa tíma.
Aðgangur að sundlauginni fylgir með korti að líkamsræktinni.

Allir nýir iðkendur sem vilja koma og prófa líkamsræktina í fyrsta skiptið
geta fengið frían prufutíma.