Dagur leikskólans 6. febrúar - opið hús

Dagur leikskólans 6. febrúar - opið hús

Í tilefni dags leikskólans 6. febrúar verður opið hús á leikskólanum Krílakoti kl. 13:30-15:30.

Allir velkomnir sem vilja koma og heilsa uppá okkur, skoða skólann okkar og þiggja veitingar í boði Foreldrafélagsins.

Dagur leikskólans er haldinn í tólfta skipti í ár en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Börn og starfsfólk á Krílakoti.