Covid-staðan í Dalvíkurbyggð - uppfært reglulega

Covid-staðan í Dalvíkurbyggð - uppfært reglulega

Eitt nýtt tilfelli covid-19 greindist í Dalvíkurbyggð í gær, fimmtudag.

Þann 30. nóvember, eru tölurnar í okkar sveitarfélagi eftirfarandi:
Í sóttkví - 32 einstaklingar, af þeim eru 28 í póstnúmeri 620 og  4 í póstnúmeri 621.
Í einangrun - 25 einstaklingar, af þeim eru 21 í póstnúmeri 620 og 4 í póstnúmeri 621.

Frá HSN og Dalvíkurskóla:  Ath. Þó nemendur fái neikvætt úr sýnatöku mánudaginn 22. nóv. eru allir nemendur skólans og tengdir aðilar ásamt starfsfólki skólans og já helst bara allir í samfélaginu á Dalvík beðnir um að viðhafa smitgát í 10 daga í viðbót (þið þurfið ekki að skrá ykkur nema þið viljið það sjálf) Þetta merkir engar hópamyndanir, viðhafa ítrustu sóttvarnir, nota grímu og hitta eins fáa og hægt er. Fólk má samt stunda vinnu og nemendur skóla. 

Við munum reyna eftir fremsta megni að halda íbúum vel upplýstum í þessu verkefni sem okkur hefur verið falið.

Svo nú reynir á! Allir kunna viðbrögðin, allir geta gert sitt og nú þurfum við öll að standa saman. Persónubundnar sóttvarnir verða að vera í lagi ef árangur á að nást. Reglulegur handþvottur, sprittun, grímunotkun þar sem hún á við og virðing fyrir nálægðarmörkum við annað fólk er lífsnauðsynleg í baráttunni við þennan vágest sem veiran er. Stöndum okkur öll sem eitt í að virða sóttvarnarreglur og tökum fullt tillit til þeirra tilmæla sem gefin eru út af sóttvarnarlækni. Gerum þetta saman, gerum þetta vel og sýnum samstöðu, okkar allra vegna.

Hér fyrir neðan má finna afar greinargóðar skýringar af covid.is varðandi smitgát, sóttkví og einangrun.
Sjá einnig sérstaklega tengilinn varðandi Börn í sóttkví.
Við viljum nú sem endra nær hvetja alla til að kynna sér vel allar nýjustu upplýsingar á covid.is

Smitgát

Sóttkví

Einangrun

Börn í sóttkví

Ef einhverjar spurningar vakna er öllum velkomið að hafa samband við undirritaða á dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is eða í síma 460-4900.

Íris Hauksdóttir
Þjónustu- og upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar