Covid-staðan í Dalvíkurbyggð - uppfært

Covid-staðan í Dalvíkurbyggð - uppfært

Nú hafa aðstæður á Norðurlandi eystra þróast með þeim hætti að full ástæða er til þess að íbúar svæðisins séu hvattir til einbeittrar samstöðu í baráttu við kórónuveiruna. Smitum á svæðinu hefur fjölgað undanfarna daga og því nauðsynlegt að hvert og eitt okkar geri það sem hægt er til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. En er hætta á að við eigum eftir að fá inn smit verslunarmannahelgarinnar en hún var samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra mjög slæm. Nýjar sóttvarnarreglur voru í flestum tilvikum virtar að vettugi og hópasöfnun var mikil, bæði á tjaldsvæðum og víðs vegar annars staðar í umdæminu.

Nú reynir því á! Allir kunna viðbrögðin, allir geta gert sitt og nú þurfum við öll að standa saman. Persónubundnar sóttvarnir verða að vera í lagi ef árangur á að nást. Reglulegur handþvottur, sprittun, grímunotkun þar sem hún á við og virðing fyrir nálægðarmörkum við annað fólk er lífsnauðsynleg í baráttunni við þennan vágest sem veiran er. Stöndum okkur öll sem eitt í að virða sóttvarnarreglur og tökum fullt tillit til þeirra tilmæla sem gefin eru út af sóttvarnarlækni. Gerum þetta saman, gerum þetta vel og sýnum samstöðu, okkar allra vegna.

Staðan í Dalvíkurbyggð kl. 8.00 í dag, 5. ágúst:
3 í sóttkví með lögheimili í 620 - 3 í 621
1 í eingangrun með lögheimili í 620 - 2 í eingangrun í 621


Sjá meðfylgjandi töflu fyrir stöðuna á Norðurlandi eystra: