Alþingiskosningar - 25. september 2021

Alþingiskosningar - 25. september 2021

Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september nk. liggur frammi almenningi til sýnis frá og með 15. september og fram á kjördag í þjónustuveri Skrifstofa Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi Dalvíkur á venjulegum opnunartíma, mánudaga – fimmtudaga frá kl. 10:00 – kl. 15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00 – kl. 12:00.

Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá.
Kjörskráin miðast við skráð heimilisfang hjá Þjóðskrá 21. ágúst 2021. Einnig er bent á vefinn https://www.kosning.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um hvar og hvort einstaklingur er á kjörskrá.

Tekið verður á móti athugasemdum við kjörskrá í þjónustuveri Skrifstofa Dalvíkurbyggðar á opnunartíma fram á kjördag.

Sveitarstjórinn í Dalvíkurbyggð,
Katrín Sigurjónsdóttir