24 lóðum úthlutað til byggingar á íbúðar - og atvinnuhúsnæði í Dalvíkurbyggð

24 lóðum úthlutað til byggingar á íbúðar - og atvinnuhúsnæði í Dalvíkurbyggð

Þau heyrast víða hamarshöggin en síðastliðið ár hefur svo sannarlega verið ár framkvæmda í Dalvíkurbyggð. Samtals hefur 16 lóðum verið úthlutað til byggingar á íbúðarhúsnæði og átta lóðum vegna bygginga á atvinnuhúsnæði á þessu tímabili. Það má því með sanni segja að mikill uppgangur sé í samfélaginu þessi misserin og mikill hugur í fólki. 

Á heimasíðu sveitarfélagsins er að finna upplýsingar um lausar lóðir en auk þess að sjá yfirlit yfir íbúða- og iðnaðarlóðir er þar einnig að finna upplýsingar um lausar sumarhúsalóðir. 

Lausar lóðir í Dalvíkurbyggð