Byrjað er að hreinsa til austur á sandi

Hreinsun er hafinn austur á sandi það er austan við gámasvæðið. Miklu rusli og drasli hefur verið komið fyrir þarna án leyfis.  Átak er því hafið um hreinsun og er fólki sem telur sig eiga þetta, vinsamlegast beðið að fjárlægja það. Ef það verður ekki fjarlægt næstu daga af eigendum mun það verða fjarlægt af starfsmönnum Dalvíkurbyggðar. Það eina sem hefur leyfi til að vera þarna eru gámarnir, annað er aðskotahlutir sem verða fjarlægðir.