Byggðasafnið Hvoll færir sveitarfélaginu eintak af ritröðinni Kirkjur íslands

Eins og kom frá hér á heimasíðunni í síðustu viku kom núverið út 9. og 10. bindi af ritröðinni Kirkjur Íslands sem að þessu sinni helguð friðuðum kirkjum í Eyjafjarðarprófastdæmi ásamt gripum þeirra og minningarmörkum. Fjallað er um kirkjurnar Vallakirkju, Urðarkirkju og Tjarnarkirkju í þessari ritröð sem og muni úr kirkjunum. Í dag afhenti Íris Ólöf Sigurjónsdóttir sveitarfélaginu eintak af ritröðinni og var það Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri sem tók við gjöfinni fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Að auki fá sóknarnefndir í Dalvíkurbyggð eintak af bókninni.