Bryndís Lalita 5 ára

Bryndís Lalita 5 ára

Á sunnudaginn nk. þann 13. október verður hún Bryndís Lalita 5 ára. Hún bjó sér til glæsilega kisukórónu í tilefni dagsins og bauð börnunum upp á ávexti í ávaxtastundinni ásamt Heiðrúnu Elísu vínkonu sinni sem hjálpaði henni við það Afmælissöngurinn var svo að sjálfsögðu sunginn fyrir hana. Í tilefni þessa merka dags fór hún út og dró íslenska fánann að húni Ekki skemmdi það svo daginn í dag að það var bleikur dagur í leikskólanum og fékk Bryndís meðal annars bleika súrmjólk í morgunmat  Við óskum elsku Bryndísi Lalitu og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með daginn.