Breyttur opnunartími í þjónustuver Dalvíkurbyggðar

Breyttur opnunartími í þjónustuver Dalvíkurbyggðar

Vegna tilmæla frá Almannavörnum um aðgerðir til að draga úr faraldri vegna kórónuveirunnar breytist opnunartími þjónustuvers Skrifstofa Dalvíkurbyggðar frá og með miðvikudeginum 21. október til 3. nóvember.

Þá daga verður þjónustuverið opið á milli kl. 10.00 -13.00.

Íbúar og aðrir viðskiptavinir sem eiga erindi í þjónustuverið eru hvattir til að hringja í síma 460-4900 frá kl. 10.00-15.00 eða senda tölvupóst á dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is.

Starfsfólk mun áfram leggja áherslu á að veita góða þjónustu en við biðjum viðskiptavini um að sýna þolinmæði í ljósi aukins álags.
Vakin er athygli á að netfangaskrá starfsmanna er á heimasíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvikurbyggd.is.

Starfsfólk Skrifstofa Dalvíkurbyggðar