Breyttur opnunartími í Sundlauginni

Breyttur opnunartími í Sundlauginni

Nú opnar sundlaugin kl. 06:15 í stað 06:45 áður. Þetta er aðallega gert til að auka þjónustu við þá sem vilja koma snemma í heilsuræktina en vonandi þjónar þetta einnig hagsmunum annarra gesta sem vilja í sundlaugina. Þetta er þó aðeins til reynslu fram að áramótum og verður þá athugað hvernig aðsókn hefur verið og ákvörðun um framhaldið tekin.

Aðsókn í Sundlaug Dalvíkur hefur verið góð það sem af  er árinu. Í fyrra komu hér rúmlega 45.000 gestir en í lok október 2003 hafa heimsótt okkur rúmlega 1.000 fleiri gestir. Það er ánægjulegt og vonandi heldur þessi þróun áfram á þessari braut. Fjölgun kemur mikið til vegna aðsóknar í heilsuræktina en einnig er ferðamönnum að fjölga, sérstaklega í sambandi við veru gesta á tjaldsvæðinu.