Breyttar áherslur í sorpmálum í Dalvíkurbyggð

Með haustinu verða gerðar breytingar á gámasvæðinu á Dalvík. Svæðið verður girt af og í kjölfarið verður opnunartíma þess breytt. Starfsmaður verður fólki innan handar við sorpmóttöku og aðstoðar við losun sorps. Í sumar verður gerð tilraun með þetta verkefni og verða starfsmenn Vinnuskólans  á gámasvæðinu og leiðbeina fólki um flokkun á sorpi. Íbúar eru beðnir um að taka ábendingum þeirra vel. 

Fastur opnunartími verður ekki settur fyrst um sinn og svæðinu ekki læst. Þetta verður þó nokkur breyting sem íbúar Dalvíkurbyggðar verða að stilla sig inn á í framtíðinni og er þetta skref í rétta átt til að koma sorpmálum á hreint í sveitarfélaginu. Tökum því höndum saman og lítum jákvætt á þessar breytingar í átt til réttrar flokkunar á sorpi

Gámasvæðið tekur við öllu sorpi sem flokkast ekki undir það sem venjulega er talið heimilissorp. Á svæðinu verða gámar fyrir timbur, brotamálma, gler, burðarhæfan jarðveg, gróðurúrgang, hjólbarða, kælitæki, ónýt húsgögn, dagblöð og bylgjupappír og þrír gámar fyrir almennt heimilissorp.

Á myndinni má sjá nokkra starfsmenn vinnuskólans sem verða á gámasvæðinu í sumar.