Breytt lög er varða veitingu vínveitingaleyfa

Þann 1. júlí n.k taka gildi ný lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Þar er gert ráð fyrir einu rekstrarleyfi sem kemur í stað veitinga/gististaðaleyfis, vínveitingaleyfis og skemmtanaleyfis. Þetta þýðir þá að veiting leyfa til áfengisveitinga verða ekki lengur hjá sveitarfélögum heldur hjá ríkinu, nánar til tekið þá hjá sýslumönnum og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða þá segir að leyfishafar sem hafa í gildi leyfi til sölu veitinga og gistingar samkvæmt lögum nr. 67/1985, áfengissöluleyfi skv. V. kafla áfengislaga, nr. 75/1998, og skemmtanaleyfi samkvæmt reglugerð nr. 587/1987, sbr. lög nr. 120/1947, geta sótt um og fengið endurnýjað rekstrarleyfi skv. 13. gr. laganna þegar einhver framangreindra leyfa renna út, þó ekki síðar en tveimur árum frá gildistöku laga þessara. Að þeim tíma liðnum þarf leyfishafi að sækja um rekstrarleyfi samkvæmt lögum þessum.

Eftir 30. júní n.k. mun útgáfa vínveitingaleyfa innan Dalvíkurbyggðar ekki vera lengur í höndum sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar heldur færist, skv. ofangreindu, yfir til Sýslumannsins á Akureyri.

Hið sama á við um leyfi til tækifærisvínveitinga (tímabundin áfengisveitingaleyfi).

Lögin voru samþykkt á síðasta löggjafarþingi og eru númer 85/2007