Breytt dagsetning á föndurdegi í Dalvíkurskóla, verður fös. 28. nóv.

Föndurdagurinn í Dalvíkurskóla verður föstudaginn 28. nóvember frá klukkan 15:30-19:00. Vegna jarðarfarar Steingríms Þorsteinssonar hefur verið ákveðið að færa föndurdaginn til föstudagsins 28. nóv. og verður þá skólinn opinn frá kl. 15:30—19:00. Dagurinn verður með sama sniði og undanfarin ár, jólaföndur á vægu verði og kaffhlaðborð þar sem ágóðinn rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.

Mætum öll og eigum góða stund saman.

Starfsfólk Dalvíkurskóla