Borun við Birnunesborgir

Eins og áður hefur komið fram standa nú yfir boranir eftir heitu vatni á við Birnunesborgir á Árskógsströnd.

Síðastliðinn mánudag voru framkvæmdar nákvæmari rannsóknir á vatninu sem fundist hefur. Að sögn Þorsteins Björnssonar sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar gefur holan a.m.k. 70 l/sek af 75°C heitu vatni og var niðurdráttur í holu óverulegur á dælutímanum. Það á eftir að prófa dælingu í lengri tíma sem gefur fyllri niðurstöður um afköst holunnar til lengri tíma litið. Það á að halda áfram að bora í um 900 m og nú í morgun var borinn kominn í um 800 m og ætti áætluð bordýpt að nást innan þriggja sólarhringa.