Bókasafnið skráð

Náttúrusetrið fékk á dögunum 200.000 kr styrk frá menningarráði Dalvíkurbyggðar til að skrá bókasafn. Sem kunnugt er á setrið orðið ágætt bókasafn en til að það nýtist að gagni þarf að skrá bækur þess í Gegni sem er gagnagrunnur bókasafna. Þá er auðvelt að finna þær bækur sem leitað er að. verður bókasafnsfræðingur fenginn til að skrá það í janúar nk.

 Undirbúningur syningarinnar „Friðland fuglanna“ er kominn á rekspöl. Guðmundur Páll Ólafsson rithöfundur og líffræðingur  sem með ýmsu öðru er höfundur bókarinnar „Fuglar í náttúru Íslands“ hefur léð máls á því að sýningin verði að nokkru byggð upp út frá bókinni en í henni er gríðarlegur fjöldi ljósmynda auk myndrænna útfærslna á ýmsum upplýsingum varðandi fugla á Íslandi.  Fengist hefur fé til efniskaupa í nýtt fuglaskoðunarhús við Hrísatjörn og nú er beðið eftir hagstæðu veðri með hæfilegu frosti til að fara dálitlar stígaviðgerðir við Tjarnartjörn.