Boðgreiðslutengin við Visa á heimsíðu Dalvíkurbyggðar

Nú býðst viðskiptavinum Dalvíkurbyggðar sú nýjung að skrá reglubundin gjöld sín hjá Dalvíkurbyggð í boðgreiðslu hjá Visa í gegnum heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Þau gjöld sem hægt verður að greiða með boðgreiðslum eru eftir sem áður: Fasteignagjöld, hitaveita, leikskólagjöld, tónlistarskólagjöld, heimilishjálp, húsaleiga og skólamötuneyti. Þeir sem vilja nýta sér þessa nýju þjónustu geta smellt á Visalogoið sem er á forsíðunni eða smellt hér.